Hoppa yfir valmynd
8. júní 2017 Matvælaráðuneytið

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið júlí – desember 2017

Miðvikudaginn 17. maí 2017 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu samkvæmt reglugerð nr. 1004/2016 fyrir tímabilið júlí – desember 2017.

 

Samtals bárust 15 gild tilboð í tollkvótann.

Nautgripakjöt í vörulið 0202. Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 190.000 kg. á meðalverðinu 347 kr./kg.  Hæsta boð var 801 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 704 kr./kg.

Svínakjöt í vörulið 0203. Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 305.000 kg. á meðalverðinu 264 kr./kg.  Hæsta boð var 445 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 376 kr./kg.

Alifuglakjöt, í vörulið 0207. Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 507.000 kg á meðalverðinu 375 kr./kg.  Hæsta boð var 680 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 635 kr./kg.

Kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) í vörulið ex 0210. Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**), samtals 38.000 kg. á meðalverðinu 244 kr./kg.  Hæsta boð var 330 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 307 kr./kg.

Ostar og ystingur í vörulið 0406. Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 166.900 kg. á meðalverðinu 499 kr./kg.  Hæsta boð var 801 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 40.000 kg. á meðalverðinu 715 kr./kg.

Ostur og ystingur í vörulið ex 0406;...(**). Sex umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406...(**) samtals 47.000 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 1004/2016 var úthlutað 15% af umsóttu magni til hvers fyrirtækis. Umframmagni var einnig úthlutað á sama grundvelli. Samtals var úthlutað 10.000 kg.

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 73.500 kg. á meðalverðinu 223 kr./kg.  Hæsta boð var 489 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá Tveimur fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 407 kr./kg.

Annað kjöt.... í vörulið 1602. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 121.500 kg. á meðalverðinu 409 kr./kg.  Hæsta boð var 945 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 896 kr./kg.

 

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 


Kjöt af nautgripum, fryst, 0202

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

15.000

Aðföng

8.000

Garri ehf

6.000

Innnes ehf

13.000

Íslenskar matvörur ehf

8.000

Krónan hf

 

Svínakjöt, fryst, 0203 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

2.000

Innnes ehf

25.000

Krónan hf

67.000

Mata ehf

6.000

Sláturfélag Suðurlands svf

 

Kjöt af alifuglum, fryst, 0207

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

14.994

Aðföng hf

20.000

Innnes ehf

10.000

Krónan hf

48.006

Mata ehf

7.000

Nautica ehf

 

Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

15.000

Aðföng hf

1.000

Ekran ehf

2.000

Innnes ehf

4.000

Íslenskar matvörur ehf

3.000

Krónan hf

 

Ostur og ystingur 0406

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

20.000

Innnes ehf

10.000

Íslenskar matvörur ehf

5.000

KFC ehf

5.000

Mjólkursamsalan

 

Ostur og ystingur ex 0406

Úthlutað magn (kg)

Úthlutað umfram magn (kg)

Samtals magn (kg)

Tilboðsgjafi

1.500

166

1.666

Aðföng hf

1.500

166

1.666

Ekran ehf

1.500

166

1.666

Innnes ehf

1.500

166

1.666

Íslenskar matvörur ehf

1.500

166

1.666

Krónan hf

1.500

166

1.666

Nautica ehf

 

Pylsur og þess háttar vörur 1601

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

23.000

Aðföng hf

2.000

Krónan hf

 

Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

4.000

Innnes ehf

1.000

KFC ehf

5.000

Krónan hf

12.000

Nautica ehf

3.000

Ölgerðin ehf

 

Reykjavík, 6. júní 2017

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum