Hoppa yfir valmynd
30. júní 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vinnufundur CEN/TC/440 um rafræn innkaup

Vinnunefnd CEN, Staðlasamtaka Evrópu um rafræn innkaup nefnist TC440. Hópurinn hélt vinnufund í Varsjá, Póllandi 21 og 22. júní síðastliðinn. Jostein Frömyr, formaður hópsins opnaði fundinn og hélt erindi um stöðu og horfur.

Fundinn sóttu 24 skráðir þátttakendur frá Austurríki, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Serbíu og Svíþjóð. Enginn þátttakandi mætti frá Íslandi að þessu sinni.

Á dagskrá var vinnuáætlun fyrir 2017 og 2018, skýrsla sjö vinnuhópa, skýrsla tengdra aðila og samþykkt ýmissa ákvarðana um framhaldið. Vinnuhóparnir sjö hafa þessi hlutverk:

1. Högun
2. Íðorðanotkun
3. Rafræn tilkynning
4. Rafrænt útboð
5. Rafrænn vörulisti
6. Rafræn pöntun
7. Rafræn afhending

Vinnunefndin hefur skilgreint 211 afurðir. Mikilvægt er að vel sé unnið að málum á tilsettum tíma. Tekist hefur að manna alla vinnuhópana, en því miður hafa Íslendingar ekki séð sér fært að taka þátt, enn sem komið er.

Nefndin leitar eftir fjárstuðningi bæði frá ESB og þátttökuþjóðunum. Fjáröflun gengur hægt, svo að ekki er líklegt að nefndin hafi efni á riturum árið 2017. Það gæti því miður seinkað framvindu verksins.

Búið er að forgangsraða verkefnum fyrir árin 2017 og 2018. Hver hópur gefur út ákveðna viðskiptaferla:

1. Safnlíkan (Meta Model), lausnasniðmál (SAT), samningaskrá
2. Íðorðasafn viðskipta
3. Yfirlit tilkynninga
4. Áskrift og aðgangur að útboðum/viðskiptatækifærum, útgáfa útboða
5. Vörulisti tengdur útboðum
6. Rafræn pöntun, breyting og samþykkt pöntunar, vefskipti
7. Rafræn afhending og rafræn móttökukvittun

Fjallað var um verkáætlun nefndanna. Verkið er unnið að mestu leyti á símafundum, aðra hverja viku. Næsti vinnufundur verður í Dublin á Írlandi 15-16. nóvember 2017.

ICEPRO veitir frekari upplýsingar um verkið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira