Hoppa yfir valmynd
8. september 2017

Forsætisráðherra fundaði með forseta Frakklands í París

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Emmanuel Macron, forseti Frakklands - mynd

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra fundaði 1. september sl. með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem rædd voru meðal annars góð samskipti ríkjanna, efnahagsmál, jafnréttismál, loftslagsmál og áhrif úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu.

Forsætisráðherra segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að skynja áhuga forseta Frakklands á þeim mikla efnahagsárangri sem Ísland hefur náð. Niðurstöður staðalsins Positive Economy Index fyrir árið 2017 voru einmitt kynntar á ráðstefnu þennan sama dag hjá Global Positive Forum í París, en þar er Ísland í 1. sæti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta