Hoppa yfir valmynd
29. september 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fær jafnlaunavottun

Jafnlaunamerkið, sem er vinningstillaga Sæþórs Arnars Ásmundssonar - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lokið innleiðingu jafnlaunastaðals og fengið jafnlaunavottun. Samhliða hefur ráðuneytið fengið heimild til að nota Jafnlaunamerkið, sem er tákn fyrir faggiltri vottun á jafnlaunastaðlinum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er þar með fyrsta ráðuneytið til að fá jafnlaunavottun.

Markmið jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað. Staðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem eiga að fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

Ráðuneytið hefur unnið að uppsetningu kerfisins frá því í byrjun árs og á dögunum fékk það afhent skírteini BSI (British Standards Institution) fyrir vottun jafnlaunakerfis. Þá hefur ráðuneytið fengið heimild velferðarráðuneytisins til að nota Jafnlaunamerkið, sem sýnir skífurit, stimpil, rúnir og brosandi andlit tveggja ólíkra einstaklinga. Í lögun minnir merkið á mynt eða pening og gefur þannig til kynna að einstaklingarnir séu metnir jafnir að verðleikum.

Skírteini BSI (British Standards Institution) fyrir vottun jafnlaunakerfis samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum (pdf-skjal) 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum