Hoppa yfir valmynd
10. október 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skráning hafin á Umhverfisþing 2017

Jökulsárlón - myndHugi Ólafsson

Skráning er hafin á X. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 20. október 2017 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni verða loftslagsmál í brennidepli þingsins.

Á þinginu verða flutt erindi um hinar margvíslegu hliðar loftslagsbreytinga,  áhrif þeirra á Ísland og hvernig best verður tekist á við þær breytingar sem fylgja hlýnun jarðar. Þinginu lýkur með pallborðsumræðum. Drög að dagskrá þingsins má finna hér.

Heiðursgestur þingsins verður Monica Araya frá Costa Rica. Hún er doktor í umhverfisfræði og mikill frumkvöðull í heimalandi sínu í öllu er varðar sjálfbærni, þróun hreinnar tækni og vistvænna orkugjafa. Erindi hennar mun fjalla um möguleika lítilla ríkja á að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.

Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig eigi síðar en 18. október nk. Þinggestir eiga þess kost að kaupa hádegismat af hlaðborði í Hörpu á kr. 3.500.

Hægt verður að fylgjast með Umhverfisþingi í beinni útsendingu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. 

Drög að dagskrá

Skráning á Umhverfisþing

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum