Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2017 Utanríkisráðuneytið

Frásagnir af ferðalagi um álfu margra menningarheima

RusHeimsljós birtir brot úr bók Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni, þar sem hann drepur niður fæti í Gana á ferð sinn um Afríku. 

Marel í Accra

Höf­uð­borg Gana, Accra, fengi seint feg­urð­ar­verð­laun, ekki frekar en aðrar afrískar borg­ir. Fjöl­skrúð­ugt mann­lífið og strand­lengjan bæta það upp. Ég tékka inn á Palóma­hót­el­ið, snyrti­legt hótel á góðum stað, og rölti um nágrenn­ið. Finn leigu­bíla­þjón­ustu á vegum hót­els­ins og kanna verð á bíl og bíl­stjóra. Umsjón­ar­mað­ur­inn, Alex, er geðug­asti maður í fal­legri síð­erma skyrtu. Í miðjum samn­inga­við­ræðum verður mér litið á skyrtu­brjóst­ið. Þar stendur rauðum stöfum með kunn­ug­legu vöru­merki: Marel Food System. Já, litli heim­ur! Fata­söfnun Rauða kross­ins er greini­lega að skila sér. Ég segi honum í óspurðum fréttum að faðir minn hafi verið fyrsti stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ingar nást. Á rölt­inu um nær­liggj­andi hverfi blasir fátæktin við í sinni ljós­ustu mynd. Hreysi við hreysi, mor­andi mann­líf og allir að sýsla eitt­hvað í sinni litlu ver­öld, sem er full af ærslum og gleði. Svo snýr maður til baka á hót­el­her­bergið þar sem nóttin kostar á við árs­tekjur hjá fólk­inu handan við hornið og spyr sig: Er ekki eitt­hvað bogið við þetta allt sam­an? Eða stóð kannski svarið á skyrtu­brjóst­inu fyrr um dag­inn? Er ekki menntun og þekk­ing ásamt auknum við­skiptum lyk­ill­inn að því að bæta þetta? Í fyll­ingu tím­ans.

Messað yfir mér

Á leið­inni í sunnu­dags­messu klukkan sjö að morgni er kallað til mín yfir göt­una: Hey, Mr. White, whass­up? Í næstu mal­ar­götu eru karl­menn í fót­bolta. Kirkju­bygg­ingin er nýleg og stór. Hvíta­sunnu­söfn­uðir eru í öru­stum vexti í land­inu, með tvær millj­ónir með­lima. Þeir rekja sig til írska trú­boð­ans James McKeown sem kom til Gana 1937 á vegum bresku post­u­la­kirkj­unn­ar. Flokka­drættir gerj­uð­ust, McKeown hélt velli og stofn­aði eigin söfn­uð. Sal­ur­inn er gímald, hér er allt fyrsta flokks, sætin eins og í bíósal, stórir sjón­varps­skjáir og mik­ill hljóm­bún­að­ur. Full kirkja, 500 manns. Ég fæ mér sæti og bók­artitl­inum Svört messa skýtur upp í huga mér. Ég er hvítur hrafn. Prest­ur­inn, Pétur að nafni, kemur fljót­lega aðvíf­andi í tein­óttum jakka­fötum og heilsar upp á mig. Heldur yfir mér tölu um kjarn­ann í trúnni sem ég gríp ekki alveg en skilst þó að hann hafi snúið einum múslíma fyrir skemmstu. Pétur þjón­aði áður í norð­ur­hluta Gana þar sem hann segir að ríki villu­trú og galdr­ar.

− Það hljómar spenn­andi, segi ég. Pétur hvá­ir. Síðan hefst messu­haldið með presti, þremur söngv­urum og sex manna hljóm­sveit sem er í gler­búri til hliðar við alt­ar­is­svið­ið. Byrj­unin er ærandi hall­elú­ja-­söng­ur, fólk hoppar og syng­ur, veifar vasa­klút­um. Pétur prestur leiðir með sker­andi hrópum og kirkju­gestir bylgj­ast í hreyf­ingum fagn­að­ar­ins. Þessu slotar eftir dágóða stund, fólk kemur upp á svið eitt af öðru og segir sögur af veik­indum ætt­ingja sinna og fær við­brögð í sam­úð­arstunum úr sal. Einn segir af getn­aði sem heppn­að­ist óvænt fyrir til­stilli almætt­is­ins. Þá tekur hljóm­sveitin við og hávær múgsefj­un­ar­söng­ur. Pétur prestur stendur afsíðis og virð­ist ekki nenna þessu leng­ur. Fólk fellur í gólf­ið, baðar út hönd­um. Hátal­arar ískra, hljóð­himnur strekkj­ast. Svo lækkar þetta og hefst þá pen­inga­söfnun þar sem fólk kemur dans­andi inn á sviðið og stingur seðlum í stóran söfn­un­ar­kassa á hjól­um.

RettimdorsÞegar búið er að plokka söfn­uð­inn er komið að predikun dags­ins sem fjallar um vænt­ingar eig­in­kon­unnar til eig­in­manns­ins. Að henni lok­inni koma eig­in­kon­ur, hver af annarri og lýsa reynslu sinni. Ein þeirra segir karl­menn vera stöðugt blaðr­andi utan heim­ilis en svo sé ekki hægt að draga stakt orð upp úr þeim þegar þeir eru heima hjá sér. Sú lýs­ing fellur í góðan jarð­veg. Hljóð­nemi gengur um sal­inn og sögur af sam­búð kynj­anna koma á færi­bandi, með reglu­legum hlátra­sköllum úr sal. Eftir þriggja stunda messu held ég heim á hót­el, upp­veðr­aður eins og eftir góða leik­sýn­ingu og fátæktin allt í kringum mig hefur skipt lit­um.

And­ófs­maður

Þegar Gull­ströndin fékk sjálf­stæði fyrst Afr­íku­ríkja 1957 og end­ur­vakti 11. aldar gull­ald­ar­nafn­gift, Gana, voru miklar vonir bundnar við þetta nýfrjálsa ríki. Fyrrum fangi og frels­is­hetja, Kwame Nkrumah, varð for­sæt­is­ráð­herra og naut heims­at­hygli fyrir aðsóps­mikla fram­komu. En hann fór offari, landið sökk í skulda­fen og níu árum eftir sjálf­stæði var það komið á helj­ar­þröm. Nkrumah var steypt af stóli. Við tóku erfið ár þar sem her­inn réð ríkj­um. Árið 1979 kom inn á hið póli­tíska svið flug­maður í hern­um, Jerry Rawl­ings, hálfur Gani, hálfur Skoti. Hann tal­aði máli alþýð­unn­ar, ögraði hernum og stóð fyrir aftöku nokk­urra valda­manna. Rawl­ings stjórn­aði með harðri hendi í 18 ár, bann­aði aðra flokka og sendi and­ófs­menn í fang­elsi. Einn þeirra heitir Kwame Pianim.

Í úthverfi Accra býr Kwame Pianim ásamt hol­lenskri konu sinni. Hann kom til Reykja­víkur árið 1994 á þing frjáls­lyndra stjórn­mála­flokka og kynnt­ist nokkrum Íslend­ing­um, þar á meðal föður mín­um. Þá var Pianim nýlega laus eftir tíu ára fang­els­is­vist, sak­aður um valda­ránstil­raun. Hann situr á móti mér með grá­sprengt hár, virðu­legt yfir­bragð. Mennt­aður í hag­fræði frá Yale og hefur verið áber­andi í stjórn­mála- og við­skipta­lífi Gana und­an­farna ára­tugi. Hann segir að sér hafi verið varpað í fang­elsi vegna stjórn­ar­and­stöðu sem hafi verið fylli­lega lög­mæt. Ég spyr hvernig sú reynsla hafi ver­ið.

− Það var erfitt, fyrsti dag­ur­inn, fyrsta vikan, fyrsti mán­uð­ur­inn, fyrsta árið. Svo aðlag­ast mað­ur. Ég átti góða fjöl­skyldu. Ég sat ekki auðum höndum í fang­els­inu heldur fékk ég leyfi til að rækta græn­meti og fékk styrk frá kaþ­ólsku kirkj­unni til að koma því á legg. Í lokin hafði sú ræktun skilað ríf­lega 100 millj­ónum króna inn á banka­bók fang­els­is­ins. Þá var ég færður um set til Elm­ina sem er við strönd­ina. Ég fékk nunnur til að lána fang­els­inu fyrir bát sem kost­aði 30 millj­ónir og við fórum í útgerð sem borg­aði bát­inn upp á sex mán­uð­um. Við náðum að fæða fang­elsið og afgang­inn seldum við á mark­aði. Fang­els­is­vistin betr­aði mig sem ein­stak­ling, jafn­vel þótt mér blöskr­aði að sitja inni fyrir órétt­mætar sak­ir. Ég kom út betri mað­ur. Ég kynnt­ist því líka hvernig sak­laust fátækt fólk situr inni eftir órétt­láta máls­með­ferð og fær enga lög­fræði­að­stoð. Það er sárt að horfa upp á. 

Und­an­farin ár hefur Pianim verið atkvæða­mik­ill í atvinnu­líf­inu í Gana og beitt sér fyrir ýmiss­konar nýsköp­un. Synir hans starfa í London og annar þeirra var giftur dóttur fjöl­miðla­mó­gúls­ins Róberts Mur­doch.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta