Hoppa yfir valmynd
22. desember 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra og sendiherra Póllands ræddu menntamál

Monika Sienkiewicz, Lilja Alfreðsdóttir og Lech Mastalerz - mynd

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hitti Lech Mastalerz, sendiherra Póllands á Íslandi og Moniku Sienkiewicz, kennara í Tungumálaverinu og í Móðurmálsskólanum, á óformlegum fundi í ráðuneytinu.

Ráðherra og viðmælendur hans komu víða við í samtali sínu en menntamálin voru ofarlega á baugi enda er fjöldi pólskumælandi nemenda í íslenska skólakerfinu talsverður. Árið 2016 voru til að mynda 2.400 börn sem höfðu pólsku að móðurmáli í leikskólum og grunnskólum landsins. Til viðbótar voru 307 pólskir ríkisborgarar við nám í framhaldsskólum og háskólum. Að auki er hefur Pólski skólinn í Reykjavík verið starfræktur síðan 2008, en hann var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang pólskra barna að móðurmáli, pólskri sögu og landfræði Póllands. Ríflega 300 nemendur sækja skólann en kennt er á laugardögum.

,,Fjöldi pólskra barna hefur vaxið mikið í íslenska menntakerfinu. Mikilvægt er að námsframvinda og aðbúnaður barnanna okkar sé með besta móti. Það er mikilvægt að börn af erlendum uppruna fái góða kennslu í sínum móðurmálum. Slíkt er grundvöllur til að skilja málfræði erlendra tungumála. Þetta var afar upplýsandi og jákvæður fundur“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.


  •   - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum