Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Rúmlega 50 milljónir til mannúðarverkefna Rauða krossins vegna Sýrlands

Ljósmynd: Rauði krossinn. - mynd

Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað 55,5 milljónum króna til þriggja verkefna Rauða krossins á Íslandi vegna átakanna í Sýrlandi. Um er að ræða verkefni í þágu sýrlenskra flóttamanna í  Líbanon og Tyrklandi en einnig fá bágstaddir heimamenn stuðning í tveimur verkefnanna.

Eitt verkefnanna snýr að því að veita einstæðum mæðrum og fjölskyldum þeirra í Líbanon fjárstuðning með það að markmiði að bæta lífskjör þeirra. Markhópurinn eru 150 fjölskyldur, um 750 einstaklingar, 120 fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna og 30 líbanskar fjölskyldur sem búa við örbirgð.

Verkefni um vernd flóttafólks frá Sýrlandi í Tyrklandi er víðtækt og nær til mannúðaraðstoðar í víðtækustu merkingu. Verkefnið lýtur einkum að vernd einstaklinga og hópum flóttamanna frá Sýrlandi í viðkvæmri stöðu en skráðir flóttamenn í Tyrklandi eru 3,4 milljónir. Verkefnið er hluti af stærra verkefni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og samningi hennar við tyrknesk stjórnvöld um ferðir flóttafólks frá Sýrlandi til Evrópu.

Þriðja verkefnið lýtur að öruggri blóðgjöf, bæði fyrir sýrlenskt flóttafólki í Líbanon og heimamenn sem búa við kröpp kjör. Blóðgjöf er hvergi í boði nema hjá Rauða krossinum og hluti flóttafólks þarf á blóðgjöf að halda. Rauði krossinn telur mikilvægt að veita bágstöddu heimafólki sambærilega aðstoð til að draga úr spennu milli flóttamanna og heimafólks.

Verkefnin er unnin í samstarfi við landsfélög Rauða krossins, Rauða hálfmánann og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira