Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

133,6 milljónir í styrki til fjarvinnslustöðva

Frá árinu 2018 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Alls hefur verið úthlutað 133,6 m.kr. fyrir árin 2018-2020 til sjö verkefna (eitt þeirra fékk úthlutað tvisvar). Tvisvar var auglýst eftir umsóknum um styrki og bárust alls 34 umsóknir að fjárhæð um 328 m.kr. fyrir tímabilið 2018-2020.

Þriggja manna valnefnd mat umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Við mat á umsóknum voru skoðaðir þættir eins og íbúaþróun, samsetningu atvinnulífs og atvinnustig og þróun á starfsmannafjölda viðkomandi stofnunar undanfarin ár, auk þess sem valnefndin studdist við níu matsþætti til grundvallar niðurstöðu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira