Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opinn kynningarfundur um landsáætlun um innviði

Gönguhópur í Þórsmörk - myndHugi Ólafsson

Boðað er til opins kynningarfundar um landsáætlun um innviði. Þessi stefnumarkandi áætlun er til tólf ára og setur fram sýn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum svo vernda megi náttúru og menningarminjar sem þar eru fyrir álagi af völdum aukinnar umferðar ferðafólks. Fundurinn fer fram á Skúlagötu 4 í fyrirlestrarsal á 1. hæð, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13:30-15:00.

Í fundinum verða kynnt drög stefnumarkandi landsáætlunar og umhverfisskýrslu hennar og er hann haldinn í tengslum við yfirstandandi umsagnarferli áætlunarinnar. Að lokinni kynningu fara fram umræður.

Kynningin og umræður að henni lokinni verða teknar upp og gerðar aðgengilegar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.  

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum