Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Spornað við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að gera tillögur um aðgerðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópnum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. maí næstkomandi.
 
Í erindisbréfi starfshópsins segir að við vinnu hans skuli tekið tillit til þeirra sem nauðsynlega þurfa á þessum lyfjum að halda þannig að tillögur að aðgerðum beinist ekki að þeim sem lyfin koma að gagni. 
 
Formaður starfshópsins er Birgir Jakobsson landlæknir og verðandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá 1. apríl næstkomandi. Aðrir nefndarmenn eru;
  • Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur hjá Lyfju
  • Áslaug Einarsdóttir, settur skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu
  • Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í velferðarráðuneytinu
  • Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar
  • Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ
  • Þröstur Emilsson, formaður ADHD samtakanna
  • Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum