Hoppa yfir valmynd
2. mars 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Iðn- og starfsnám mikilvægt fyrir samfélagið

„Vinnustaðanám í starfsnámi“ var yfirskrift ársfundar Iðnmenntar sem haldinn var á Grand Hótel 1. mars síðastliðinn. Iðnmennt hefur í tæp 20 ár verið samráðsvettvangur fyrir iðn- og verkmenntaskóla í landinu. Auk þess að standa fyrir útgáfu og dreifingu námsgagna til iðn-, tækni- og starfsmenntaskóla hefur samstarfið falið í sér þróunarstarf og sameiginlega ígrundun um allt sem horfir til bóta í iðn-, starfs- og tæknimenntun hér á landi.

Reglulega stendur Iðnmennt fyrir fundum þar sem tekin eru fyrir ýmis málefni og býður með því upp á samtal milli skólafólks, fulltrúa fagfélaga iðngreina, starfsgreinaráða, fulltrúa atvinnulífsins sem og stjórnvalda. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti opnunarávarp fundarins. Erindi fluttu, auk ráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Dr. Elsa Eiríksdóttir, lektor í kennslufræði verk- og starfsmenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Halldór Hauksson, verkefnastjóri ferilbókar, og Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.

„Efling iðn- og verknáms er eitt af forgangsmálum mínum í embætti. Unnið er að ýmsum verkefnum í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í því samhengi. Þar má meðal annars nefna vinnu við gerð tillagna til þess að bæta stjórnskipulag starfsnáms, innleiðingu rafrænnar ferilbókar og endurskoðun laga og reglugerða iðn- og starfsnáms,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta