Velferðarráðuneytið

Frestun á gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta gildistöku nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem taka átti gildi 3. apríl næstkomandi. Reglugerðin tekur þess í stað gildi 1. júlí.
 
Nýja reglugerðin mun leysa af hólmi reglugerðir nr. 421/2017, um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, og nr. 422/2017, um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja.  Með henni er lögð áhersla á rafrænt umhverfi lyfjaávísana, fjallað um lyfjaávísanagátt Embættis landlæknis, eyðingu upplýsinga og kröfur til sjúkraskrárkerfa sem útgefendur nota til að senda rafrænar lyfjaávísanir. 
 
Vegna tæknilegra úrlausnarefna er ljóst að þörf er á lengri undirbúningstíma en áætlað var og því hefur sem fyrr segir verið ákveðið að fresta gildistöku reglugerðarinnar til 1. júlí.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn