Hoppa yfir valmynd
21. mars 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Frestun á gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta gildistöku nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem taka átti gildi 3. apríl næstkomandi. Reglugerðin tekur þess í stað gildi 1. júlí.
 
Nýja reglugerðin mun leysa af hólmi reglugerðir nr. 421/2017, um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, og nr. 422/2017, um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja.  Með henni er lögð áhersla á rafrænt umhverfi lyfjaávísana, fjallað um lyfjaávísanagátt Embættis landlæknis, eyðingu upplýsinga og kröfur til sjúkraskrárkerfa sem útgefendur nota til að senda rafrænar lyfjaávísanir. 
 
Vegna tæknilegra úrlausnarefna er ljóst að þörf er á lengri undirbúningstíma en áætlað var og því hefur sem fyrr segir verið ákveðið að fresta gildistöku reglugerðarinnar til 1. júlí.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum