Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri

Ingvar J. Rögnvaldsson Mynd/RSK - mynd

Frá og með 1. maí 2018 hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið tímabundið settur til að gegna embætti ríkisskattstjóra. 

Ingvar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1977 til 1979. Ingvar hefur gegnt stöðu vararíkisskattstjóra frá árinu 2000.

Fráfarandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi til næstu sex ára. Fjármála- og efnahagsráðuneytið þakkar honum fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn