Hoppa yfir valmynd
4. maí 2018 Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kvikmyndin Kona fer í stríð fær styrk

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð styrk af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af kynningarkostnaði vegna þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kvikmyndin var nýlega valin til að keppa í flokknum Semaine de la Critique (Viku gagnrýnenda) á hátíðinni.

Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar með Ólafi Egilssyni. Myndin verður frumsýnd hér á landi síðar í mánuðinum.

Aðeins sjö kvikmyndir og sjö stuttmyndir eru valdar til sýningar á Critic’s Week úr þúsundum innsendra mynda. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes-hátíðinni og önnur íslenska kvikmyndin sem valin er í „Viku gagnrýnenda“. Um 40 þúsund gestir sækja hátíðina ár hvert en hún stendur dagana 8. - 19. maí n.k.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira