Hoppa yfir valmynd
17. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra afhenti Páli Melsted Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2018

Forsætisráðherra afhendir Páli Melsted hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti Páli Melsted, prófessor við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2018 í dag á Rannsóknarþingi. Umfjöllunarefnið á Rannsóknarþinginu var markáætlun um öndvegissetur og klasa 2009-2015 og tók forsætisráðherra þátt í pallborðsumræðum um forgangsröðun í vísindum.

Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum