Hoppa yfir valmynd
17. maí 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Gagngerar endurbætur á hjúkrunarrýmum í Stykkishólmi

Svandís Svavarsdóttir og Sturla Böðvarsson - myndVelferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um endurbætur og uppbyggingu á hjúkrunarrýmum í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdir vegna hjúkrunarrýmanna er um 590 milljónir króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 83% framkvæmdanna á móti 17% sveitarfélagsins.

Vinna við áætlanagerð, hönnun og annan undirbúning hefst á næstu vikum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og taka megi heimilið í notkun í lok árs 2021.

Á heimilinu verða 18 hjúkrunarrými sem leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarrými sem rekin hafa verið annars vegar í húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í bænum og hins vegar í Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi.

Frá vinstri: Sveinn Bragason, Bryndís Þorvaldsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Svandís Svavarsdóttir, Sturla Böðvarsson og Hafdís Bjarnadóttir

Frá vinstri: Sveinn Bragason, Bryndís Þorvaldsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Svandís Svavarsdóttir, Sturla Böðvarsson og Hafdís Bjarnadóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum