Velferðarráðuneytið

Samið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hornafirði

Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Jónsson - myndVelferðarráðuneytið

Nýtt hjúkrunarheimili með rýmum fyrir 30 íbúa verður byggt á Höfn í Hornafirði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri, undirrituðu samning þessa efnis í velferðarráðuneytinu í dag.

Á Höfn í Hornafirði eru núna 24 hjúkrunarrými á heimilinu Skjólgarði. Húsnæði Skjólgarðs uppfyllir ekki lengur kröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum í dag.

Nýja hjúkunarheimilið verður reist á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Víkurbraut 31. Velferðarráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingu sem gerð verður á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina.

Aðdragandi þessa samkomulags hefur verið nokkuð langur og ánægjan því mikil að þessum áfanga skuli nú náð. Á fyrri stigum var gert ráð fyrir að rýmin yrði 24, en nú er niðurstaðan sú að rýmin verða 30 og er það í samræmi við mat ráðuneytisins á þörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma á svæðinu á næstu árum.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að heimilið verði tekið í notkun árið 2021.

Áætlaður kostnaður nemur um einum milljarði króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 85% framkvæmdanna á móti 15% sveitarfélagsins.

Frá vinstri: Sveinn Bragason, Bryndís Þorvaldsdóttir, Sæmundur Helgason, Ásgerður K. Gylfadóttir, Matthildur Ásmundardóttir, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Jónsson og Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Frá vinstri: Sveinn Bragason, Bryndís Þorvaldsdóttir, Sæmundur Helgason, Ásgerður K. Gylfadóttir, Matthildur Ásmundardóttir, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Jónsson og Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn