Hoppa yfir valmynd
24. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra í viðtali á Radíó Stam

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Árni Heimir Ingimundarson, fyrrverandi formaður Málbjargar - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat í dag fyrir svörum á Radíó Stam. Árni Heimir Ingimundarson, fyrrverandi formaður Málbjargar, félags um stam á Íslandi, rekur útvarpsstöðina á tíðninni FM 98,3.

Tilgangur Radíó Stam er að vekja athygli á stami í samfélaginu. Katrín og Árni Heimir ræddu m.a. um íslensku þjóðarsálina, stöðu drengja í skólakerfinu og hvaða ráð hún myndi gefa sínum eigin sonum í ástarsorg.

Útvarpsverkefnið stendur til maíloka og þættina má einnig nálgast hér: https://www.mixcloud.com/radiostam/ og á Facebook síðu Radíó Stam þar sem viðtalið við forsætisráðherra er að finna: https://www.facebook.com/radiostam/

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 4 Menntun fyrir alla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum