Hoppa yfir valmynd
25. maí 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins

Arnar Þór Sævarsson - mynd

Arnar Þór Sævarsson er nýr formaður stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins. Ásmundur Einar Daðason hefur skipað stjórn stofnunarinnar í samræmi við 11. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.

Samkvæmt lögunum skipar ráðherra fimm menn í stjórn Tryggingastofnunar, formann og varaformann og jafnmarga menn til vara. Stjórn Tryggingastofnunar staðfestir skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og markar stofnuninni langtímastefnu. Stjórnin skal einnig hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé í samræmi við stefnuna og innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Formaður stjórnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stofnunarinnar og hann skal einnig gera ráðherra viðvart ef starfsemi, þjónusta eða rekstur stofnunarinnar er ekki í samræmi við lög eða stjórnvaldsfyrirmæli.

Skipunartími stjórnarinnar er til næstu alþingiskosninga. Hún er svo skipuð:

Aðalmenn

  • Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnarinnar
  • Ásta Möller, varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  • Sigursteinn Másson

Varamenn

  • Ingibjörg Isaksen
  • Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
  • Jóhann Friðrik Friðriksson
  • Bergþór Heimir Þórðarson
  • Guðbjörg Sveinsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum