Velferðarráðuneytið

Breyting á lyfjalögum til að sporna við því að fölsuð lyf komist á markað

Alþingi samþykkti nýlega frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum sem hefur það markmið að sporna við því að fölsuð lyf komist á markað.

Með lagabreytingunni er verið að innleiða tilskipun og framkvæmdareglugerð ESB þannig að löggjöf í tengslum við lyf fjalli um alla aðila aðfangakeðjunnar svo hægt sé að tryggja áreiðanleika hennar í  þessu skyni. Innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér þrengdar heimildir til umpökkunar og endurmerkingar lyfja. Meðal nýmæla er heimild til að stunda netverslun með lyf undir eftirliti lyfjastofnunar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn