Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Byggðaáætlun 2018-2024

Þingsályktunartillaga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 var samþykkt á Alþingi 11. júní síðastliðinn með öllum greiddum atkvæðum. Áætlunin lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum og er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða um land allt og bæta skilyrði til búsetu.

Meginmarkmið byggðaáætlunar er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. 

Margvíslegar áherslur á sviði byggðamála eru tíundaðar í áætluninni sem ýmist leiða til beinna aðgerða eða til samþættingar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum til að framangreindum markmiðum verði náð. Alls inniheldur áætlunin 54 aðgerðir og verða 30 þeirra fjármagnaðar af byggðalið fjárlaga, samtals að upphæð 3,5 milljarðar á tímabilinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira