Hoppa yfir valmynd
18. júní 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Frá vinnustofu um málefni barna sem glíma við neysluvanda

Svipmyndir frá fundinum - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið efndi nýlega til vinnustofu um  málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. Til fundarins voru boðaðir þeir sem helst koma að málefnum hópsins, enda ljóst að viðfangsefnið krefst samvinnu margra aðila.

Markmiðið með vinnustofunni var að ræða framtíðarfyrirkomulag áfengis- og vímuefnameðferðar fyrir börn og ungmenni, hvernig efla megi bráðaþjónustu við þennan hóp og tryggja samfellu í þjónustunni. Vinnustofan stóð í heilan dag þar sem fulltrúar frá Landspítala, Barnaverndarstofu, Umboðsmanni barna, Reykjavíkurborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Olnbogabörnum, SÁÁ, Embætti landlæknis og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu deildu þekkingu sinni og reynslu, ræddu hvað má betur fara og hvaða leiðir að bættu fyrirkomulagi séu æskilegar að þeirra mati.

Ákveðið hefur verið að stofna stýrihóp með fulltrúum heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, Landspítala og Barnaverndarstofu til að vinna að þessum málum á grundvelli þeirra hugmynda sem rætt var um á vinnufundinum.

 
  • Svipmyndir frá fundinum - mynd
  • Svipmyndir frá fundinum - mynd
  • Svipmyndir frá fundinum - mynd
  • Svipmyndir frá fundinum - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum