Hoppa yfir valmynd
27. júní 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Breyting á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

Johannes Jansson / Norden.org - mynd

Ekki er lengur gerð krafa um að allir gististaðir utan heimagistingar skuli vera starfræktir í atvinnuhúsnæði en krafan þótti of takmarkandi út frá ráðstöfunarrétti fasteigna í eigu einstaklinga og lögaðila.

Eftir breytingu á reglugerð nr. 1277/2016 með reglugerð nr. 649/2018 varðandi veitingu rekstrarleyfa til gististaða mun leyfisveitandi engu að síður afla umsagna við umsókn um rekstrarleyfi hjá eftirtöldum aðilum; sveitarstjórn sem staðfestir að staðsetning gististaðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag þess kveður á um, heilbrigðisnefnd, byggingarfulltrúa, slökkviliði, Vinnueftirlitinu og lögreglu. Jafnframt er gerð krafa um að gististað skuli aðeins starfrækja í húsnæði sem byggingaryfirvöld hafa samþykkt og skuli vera í samræmi við gildandi skipulag á viðkomandi svæði en ekki verður lengur gerð ófrávíkjanleg krafa um skilgreiningu viðkomandi húsnæðis sem atvinnuhúsnæðis.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum