Starfshópur um gerð Orkustefnu
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum sem tilnefndir eru af öllum þingflokkum auk þess sem ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar, umhverfis- og aulinda, fjármála og samgöngu og sveitarstjórnar skipa hver sinn fulltrúa. Formaður hópsins er Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, fyrrverandi deildarforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Starfshópinn skipa:
- Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður
- Páll Jensson, varaformaður
- Halla Signý Kristjánsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins
- Albertína F. Elíasdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingar
- Árni V. Friðriksson, tilnefndur af þingflokki Miðflokksins
- Kristín Vala Ragnarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Pírata
- Kolbeinn Óttarsson Proppé, tilnefndur af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs
- Njáll Trausti Friðbertsson, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins
- Þorsteinn Víglundsson, tilnefndur af þingflokki Viðreisnar
- Guðmundur Borgþórsson, tilnefndur af Flokki fólksins
- Magnús Júlíusson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Harpa Þórunn Pétursdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Brynhildur Davíðsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti
- Ólafur Kr. Hjörleifsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
- Erla Sigríður Gestsdóttir, starfsmaður
- Margrét Stefánsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi
Á myndina vantar: Brynhildi Davíðsdóttur, Þorstein Víglundsson, Albertínu F. Elíasdóttur, Árna V. Friðriksson