Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2018 Forsætisráðuneytið

Skýrsla þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland birt

Skýrsla þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland birtist nú í fyrsta skipti.

Markmið þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland er að tryggja sjálfstæði Íslands og fullveldi og tryggja friðhelgi landamæra Íslands, öryggi landsmanna og vernd grunnvirkja og innviða. Stefnan var samþykkt á Alþingi í apríl 2016.

Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að hafa eftirlit með því að framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar sé í samræmi við ályktun Alþings, sbr. 4.gr. laga nr. 98/2016.

Skýrslan var unnin í samvinnu við þau ráðuneyti sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar hvert á sínu málefnasviði og byggir á greinargerðum ráðuneytanna. Gerð er grein fyrir því hvernig unnið hafi verið að framkvæmd stefnunnar, lagt mat á þann árangur sem hafi verið náð og komið á framfæri nýjum upplýsingum sem varðar framgang markmiða sem sett eru. Þá er gerð grein fyrir nauðsynlegum umbótum á næstu 12 mánuðum til þess að ná bættum árangri.

Í skýrslunni er því leitast við að draga upp heildstæða mynd af því hvernig unnið hafi verið að framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland frá því að stefnan var sett til októbermánaðar 2018.

Sjá skýrslu þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira