Hoppa yfir valmynd
2. desember 2018 Forsætisráðuneytið

Heimsókn forsætisráðherra Danmerkur lokið

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands - myndGunnar Geir Vigfússon

Heimsókn Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er lokið.

Rasmussen lenti á Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn var og hélt beint í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu á tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rasmussen heimsótti því næst Marel þar sem hann fékk einnig kynningu á fyrirtækjunum HS Orku og Carbon Recycling International. Þá sat hann hátíðarkvöldverð í Ráðherrabústaðnum í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Dönsku forsætisráðherrahjónin fóru ásamt föruneyti í reiðtúr og sátu hádegisverð með Margréti Þórhildi Danadrottningu í Hörpu þann 1. desember. Að honum loknum tók forsætisráðherrann þátt í setningu fullveldishátíðar við Stjórnarráð Íslands og sótti síðan sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á vegum Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni í fylgd Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Að því loknu heimsótti Lars Løkke Þjóðskjalasafn Íslands þar sem hann afhenti safninu að gjöf rafrænt skjalasafn. Það hefur að geyma um 20 þúsund síður af skjölum sem lýsa meðal annars því ferli sem leiddi til setningar sambandslaga og fullveldis Íslands. Þá sat danski forsætisráðherrann hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sótti að lokum hátíðarsýninguna Íslendingasögur, sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu.


  • Heimsókn forsætisráðherra Danmerkur lokið - mynd úr myndasafni númer 1

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta