Hoppa yfir valmynd
3. desember 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti KURTOGPÍ fyrstu verðlaun fyrir samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið - myndSigurjón Sigurjónsson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaun fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og opnaði sýningu á tillögum í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits í Safnahúsinu.

Þrjár tillögur hljóta verðlaun í sitthvorri samkeppninni auk þeirra sem hljóta innkaup og þeirra sem eru taldar athyglisverðar.

Verðlaun fyrir samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið:


Fyrstu verðlaun hljóta Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá KURTOGPÍ og Garðar Snæbjörnsson, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Ólafur Baldvin Jónsson.

Önnur verðlaun hljóta Hjörtur Hannesson, arkitekt, Haraldur Örn Jónsson, arkitekt og Kristján Garðarsson arkitekt hjá andrúm arkitektar. 

 

Þriðju verðlaun hljóta Ene Cordt Andersen, arkitekt MAA, Þórhallur Sigurðsson, arkitekt MAA, Ali Tabatabai, arkitekt, Kim Bendsen, arkitekt og Laura Voinescu, arkitekt hjá ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTAR. 

Verðlaun fyrir samkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits: 


Fyrstu verðlaun hljóta T.ark Arkitektar og SP(R)INT Studio. Karl Kvaran arkitekt (FAÍ) og skipulagsfræðingur, Ivon Stefán Cilia, arkitekt, FAÍ, Sahar Ghaderi, arkitekt Ph.D og Sara Mortazavi, arkitekt skipa hönnunarteymið. 

 

Önnur verðlaun hljóta Ólafur Finnsson, Diana Cruz, Knut Hovland og Hallgrímur Þór Sigurðsson hjá Nordic – Office of Architecture, Victoria Batten, Louise Fill Hansen hjá SLA og Jóhanna Helgadóttir og Bergþóra Kristinsdóttir hjá Eflu. 

 

Þriðju verðlaun hljóta: Anna María Bogadóttir, arkitekt hjá Úrbanistan, Eva Huld Friðriksdóttir, arkitekt og Magnea Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Stika og Rainer Stange, landslagsarkitekt og Stine Svanemyr, landslagsarkitekt hjá Dronninga landskap.

 

Alþingi samþykkti ályktun í október 2016 þar sem m.a. var kveðið á um að fela ríkisstjórninni að efna til samkeppi um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits. Þingsályktunin var samþykkt í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. 

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur annast framkvæmd samkeppninnar fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Alls bárust þrjátíu tillögur um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og átta tillögur í samkeppnina um skipulag Stjórnarráðsreits.

Sýning á samkeppnistillögum stendur yfir frá 4. - 31. desember 2018, í Safnahúsinu að Hverfisgötu 15.

 •  - mynd
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 2
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 3
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 4
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 5
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 6
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 7
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 8
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 9
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 10
 • Forsætisráðherra afhenti verðlaun og opnaði sýningu á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit - mynd úr myndasafni númer 11

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum