Hoppa yfir valmynd
12. desember 2018 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherrafundir í Brussel

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra í fundarsal ráðherraráðsins - mynd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sótti ráðherrafundi í Brussel þann 5.-6. desember síðastliðinn. Þar var annars vegar um að ræða fund samstarfsvettvangs ESB um takmörkun á áróðursefni hryðjuverkamanna á veraldarvefnum og hins vegar fund ráðherra innanríkis- og dómsmála í tengslum við Schengen-samstarfið.

Á Schengen-fundinum hafði Ísland aðgang að fyrstu tveimur dagskrárliðunum sem vörðuðu tillögur Austurríkis sem gegnir formennsku Ráðsins, um breytingar á reglugerð um Landamæra- og strandgæslustofnun  Evrópu  (Frontex)  og upplýsingar um framvindu tillögunnar um breytingu á tilskipun um brottvísun þeirra sem dvelja ólöglega innan Schengen-svæðisins. 

Þá átti ráðherra jafnframt góðan fund með Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um EES tengd málefni sem falla undir ábyrgðarsvið dómsmálaráðherra, svo sem almannaöryggi, persónuvernd, vopnamál og fleira.

 

Dómsmálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að gætt yrði að hagsmuna Íslands á þessum vettvangi og lagðar voru fram nokkrar tillögur að breyttu verklagi sem hafa fengið góðan hljómgrunn.


  • Með ráðherra á myndinni eru Lilja Borg Viðarsdóttir fulltrúi ráðuneytisins í Brussel og Gunnar Pálsson, sendiherra. - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum