Hoppa yfir valmynd
13. desember 2018 Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar

Verðlaunanefnd sjóðs sem kenndur er við Gjöf Jóns Sigurðssonar hefur nú tilkynnt um úthlutanir sjóðsins árið 2018. Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, árið 1879 og hefur með hléum síðan veitt fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkt útgáfu þeirra og merkra heimildarrita. Úthlutað er úr sjóðnum annað hvert ár.

Að þessu sinni úthlutar nefndin 17 styrkjum, að upphæð 9,6 milljónum kr., en þá hljóta:

Steinunn Kristjánsdóttir fyrir bókina Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. 1.000.000 kr.
Guðjón Friðriksson fyrir bókina Úr fjötrum – saga Alþýðuflokksins. 700.000 kr.
Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði B. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson fyrir bókina Engin venjuleg verslun – saga ÁTVR í níutíu ár. 700.000 kr.
Jón Hjaltason fyrir bókina Til starfa og stórra sigra – saga Einingar-Iðju 1906-2004. 700.000 kr.
Axel Kristinsson fyrir bókina Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands. 500.000 kr.
Ármann Jakobsson fyrir bókina The Troll inside you – Paranormal Activity in the Medieval North. 500.000 kr.
Guðjón Friðriksson fyrir bókina Litbrigði húsanna – saga Minjaverndar og endurgerðra bygginga um allt land. 500.000 kr.
Guðmundur Magnússon fyrir bókina Claessen – saga fjármálamanns. 500.000 kr.
Guðrún Ingólfsdóttir fyrir bókina Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar – bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld. 500.000 kr.
Heiðar Lind Hansson fyrir bækurnar Saga Borgarness I og II bindi, Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna, meðhöfundur Egill Ólafsson. 500.000 kr.
Helgi Þorláksson fyrir bókina Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010. 500.000 kr.
Jón Jónsson fyrir bókina Á mörkum mennskunnar – viðhorf til förufólks í sögnum og samfélagi. 500.000 kr.
Kristín Svava Tómasdóttir fyrir bókina Stund klámsins – klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. 500.000 kr.
Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson fyrir bókina Minor Knowledge and Microhistory. 500.000 kr.
Úlfar Bragason fyrir bókina Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórssonar. 500.000 kr.
Viðar Pálsson fyrir bókina Language of Power – Feasting and Gift-Giving in Medieval Iceland and Its Sagas. 500.000 kr.
Vilhelm Vilhelmsson fyrir bókina Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. 500.000 kr.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Sturla Böðvarsson, Soffía Auður Birgisdóttir og Vigdís Sveinbjörnsdóttir.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta