Hoppa yfir valmynd
21. desember 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar 2018

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags fyrir árið 2018.

Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts
Ráðherra samþykkti tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2018, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Heildarúthlutun framlagsins í ár nemur 4.808,6 m.kr. Nú þegar hafa 4.745,7 m.kr. komið til greiðslu. Eftirstöðvar framlagsins að fjárhæð 62,9 m.kr. koma til greiðslu milli jóla og nýárs.

Endanleg fasteignaskattsframlög 2018

Tekjujöfnunarframlög 2018
Þá var samþykkt tillaga ráðgjafarnefndarinnar um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2018, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna á árinu 2017.

Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur 1.250,0 m.kr. Um ¾ hlutar framlaganna að fjárhæð 937,5 m.kr. komu til greiðslu í október. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 312,5 m.kr. koma til greiðslu milli jóla og nýárs.

Endanleg tekjujöfnunarframlög 2018

Útgjaldajöfnunarframlög 2018
Loks samþykkti ráðherra tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2018, skv. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Vegna hækkunar á tekjum Jöfnunarsjóðs af 2,12% lögbundinni hlutdeild sjóðsins í innheimtum skatttekjum ríkissjóðs hefur heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár verið hækkuð um 700 m.kr. eða um 7,4% frá áætlun ársins. Nema framlögin samtals 10.100 m.kr. þar af eru framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli á árinu samtals að fjárhæð 750,0 m.kr. Til greiðslu á árinu hafa komið samtals 8.251,2 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 1.848,8 m.kr. koma til greiðslu milli jóla og nýárs. Meðtalin í þeirri greiðslu eru viðbótarframlög vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli á árinu 2018 umfram tekjur að fjárhæð 175,0 m.kr. 

Endanleg útgjaldajöfnunarframlög 2018
Skólaakstur - viðbótarframlag 2018

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira