Hoppa yfir valmynd
21. desember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skattbreytingar á árinu 2019

Ýmsar samþykktar skattbreytingar munu koma til framkvæmda í ársbyrjun 2019. Hér verður farið yfir helstu efnisatriði þeirra. Nánari upplýsingar um einstakar breytingar er að finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa og öðrum skjölum á vef Alþingis. 

Tekjuskattur einstaklinga og útsvar

Í ársbyrjun 2019 mun persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga taka breytingum. Persónuafsláttur hækkar um 4,7%, þar af um 3,7% vegna lögbundinnar verðlagsuppfærslu og um 1% í viðbót samkvæmt sérstakri lagabreytingu til bráðabirgða nú í desember. Þá verður hækkun fjárhæðarmarka milli skattþrepanna fyrir árið 2019 miðuð við vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu og verður því hækkunin 3,7% milli áranna 2018 og 2019. Fjárhæðarmörk milli þrepa hækka því úr 893.713 kr. í 927.087 kr. á mánuði. Skattþrepin verða áfram tvö og skatthlutföll tekjuskatts til ríkisins óbreytt.

Miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu tvö sveitarfélög hækka útsvar sitt um áramótin en önnur sveitarfélög hafa útsvarið óbreytt. Meðalútsvar í staðgreiðslu verður óbreytt, 14,44%. Skattleysismörkin í staðgreiðslu hækka um 4,7% og verða rúmlega 159 þús.kr. á mánuði, þegar tekið er tillit til frádráttar 4% iðgjalds í lífeyrissjóð.

Nánari upplýsingar er að finna í sérstakri frétt ráðuneytisins um breytingar á persónuafslætti, skattleysismörkum o.fl. sem birtist samhliða þessari frétt. Fjárhæðir og innheimtuhlutföll í staðgreiðslu á árinu 2019 verða einnig birt í auglýsingu á vef Stjórnartíðinda á næstu dögum.
Meðfylgjandi tafla sýnir skatthlutföll tekjuskatts og útsvars, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk árin 2018 og 2019.

Skatthlutföll, persónuafsláttur, skattleysismörk og þrepamörk

2018

2019

Tekjuskattur til ríkis

 

1. þrep

22,50%

22,50%

2. þrep

31,80%

31,80%

Meðalskatthlutfall útsvars í staðgreiðslu

14,44%

14,44%

Skatthlutfall samtals í staðgreiðslu

 

1. þrep

36,94%

36,94%

2. þrep

46,24%

46,24%

Persónuafsláttur (kr./mán.)

53.895

56.447

Þrepamörk milli skattþrepa (kr./mán.)

893.713

927.087

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars í staðgreiðslu (kr./mán.)

 

Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds

145.899

152.807

Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds

151.978

159.174

Skattleysismörk tekjuskatts til ríkissjóðs (kr./mán.)

 

Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds

239.533

250.876

Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds

249.514

261.329

 

Þá er rétt að benda á að almennt úrræði um úttekt iðgjalda sem greidd eru í séreignarlífeyrissjóð til að kaupa fasteign eða greiða niður lán fellur brott um mitt ár 2019. Stuðningur vegna kaupa á fyrstu fasteign helst hins vegar óbreyttur.

Barnabætur

Fjárhæðir barnabóta hækka um 5% milli áranna 2018 og 2019 og tekjuskerðingarmörk um rúmlega 24% milli ára. Jafnframt var tekjuskerðing barnabóta aukin hjá tekjuhærri fjölskyldum til þess að tryggja að hækkun þeirra gagnist fyrst og fremst fjölskyldum sem hafa lægri tekjur. Skerðingarhlutföll sem eru 4%, 6% eða 8% eftir fjölda barna verða óbreytt upp að 5,5 millj.kr. árstekjum hjá einstæðum foreldrum og 11 millj.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki en við tekjur umfram þau mörk hækka skerðingarhlutföll um 1,5 prósentustig og verða 5,5%, 7,5% og 9,5%. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárhæðir barnabóta ásamt skerðingarmörkum árin 2018 og 2019.

Barnabætur (kr./ári)

2018

2019

Hjón/sambúðarfólk

Fyrsta barn

223.300

234.500

Barn umfram eitt

265.900

279.200

Einstæðir foreldrar

Fyrsta barn

372.100

390.700

Barn umfram eitt

381.700

400.800

Viðbót með hverju barni undir 7 ára

133.300

140.000

Neðri skerðingarmörk

Hjón/sambúðarfólk

5.800.000

7.200.000

Einstæðir foreldrar

2.900.000

3.600.000

Efri skerðingarmörk

Hjón/sambúðarfólk

-

11.000.000

Einstæðir foreldrar

-

5.500.000

Vaxtabætur

Fjárhæðir hámarksvaxtagjalda og -vaxtabóta hækka um 5% og eignarmörk bótanna um 10% milli áranna 2018 og 2019. Helstu kennitölur kerfisins koma fram í meðfylgjandi töflu.

Vaxtabætur (kr./ári)

2018

2019

Hámark vaxtagjalda

Einhleypingar

800.000

840.000

Einstæðir foreldrar

1.000.000

1.050.000

Hjón/sambúðarfólk

1.200.000

1.260.000

Eignarmörk vaxtabóta

Einhleypingar/einstæðir foreldrar

4.500.000

5.000.000

Hjón/sambúðarfólk

7.300.000

8.000.000

Hámarka vaxtabóta

Einhleypingar

400.000

420.000

Einstæðir foreldrar

500.000

525.000

Hjón/sambúðarfólk

600.000

630.000

Tryggingagjald

Skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækkar um 0,25 prósentustig í ársbyrjun 2019, úr 5,40% í 5,15%. Tryggingagjald í heild ásamt öðrum gjöldum sem reiknast á sama stofn í staðgreiðslu lækkar úr 6,85% í 6,60%, sbr. meðfylgjandi töflu.

 

Tryggingagjald

2018

2019

Tryggingagjald, samtals

6,85%

6,60%

Almennt tryggingagjald

5,40%

5,15%

Atvinnutryggingagjald

1,35%

1,35%

Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota

0,05%

0,05%

Markaðsgjald

0,05%

0,05%

Krónutölugjöld

Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl. hækka almennt um 2,5% um áramótin. Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hækkunin er minni en sem nemur áætlaðri verðbólgu ársins og því lækka þau að raungildi á næsta ári. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10% í samræmi við þá stefnu að hvetja til orkuskipta í samgöngum. Helstu krónutölugjöld árin 2018 og 2019 eru sýnd í meðfylgjandi töflu.

Helstu krónutölugjöld

2018

2019

Bensín- og olíugjöld (kr./ltr.)

Almennt vörugjald á bensín

27,35

28,05

Sérstakt vörugjald á bensín

44,10

45,20

Olíugjald

61,30

62,85

Kolefnisgjald

Gas- og dísilolía (kr./ltr.)

9,45

10,40

Bensín (kr./ltr.)

8,25

9,10

Brennsluolía (kr./kg)

11,65

12,80

Jarðolíugas (kr./kg)

10,35

11,40

Bifreiðagjald (kr.)*

Grunngjald bifreið < 3.500 kg.

5.925/142

6.075/146

Grunngjald bifreið > 3.500 kg.

55.510/2,37/87.375

56.900/2,43/89.560

Kílómetragjald (kr./km.)

Kílómetragjald

(allir gjaldflokkar hækka um 2,5%)

Áfengisgjald (kr./cl.)

Bjór

119,60

122,60

Léttvín

108,95

111,65

Sterkt vín

147,40

151,10

Tóbaksgjald

Vindlingar (kr./pk.)

491,05

503,35

Neftóbak (kr./gr.)

27,30

28,00

Annað (kr./gr.)

27,30

28,00

*Sýnt er grunngjald á hvert ökutæki, einingagjald á hvert gr. umfram 121 gr. CO2 og hámarksgrunngjald.

 

Vörugjöld á bílaleigubifreiðar

Í ársbyrjun mun skattastyrkur í formi afsláttar af vörugjöldum sem bílaleigur hafa notið við innflutning bifreiða vera afnuminn. Hámark afsláttarins var 250 þús.kr. á hverja bifreið árið 2018 en frá og með 1. janúar nk. munu bílaleigur greiða sama vörugjald og greitt er af fólksbifreiðum almennt.

Aukatekjur

Aukatekjur ríkissjóðs hækka í samræmi við vísitölu neysluverðs. Mörg þessara gjalda hafa haldist óbreytt frá árinu 2010 og hækka því um tæplega 30% sem endurspeglar hækkun vísitölu neysluverðs yfir sama tímabil.

Fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð

Áætluð áhrif þeirra skattabreytinga sem fjallað er um hér að framan má sjá í eftirfarandi töflu.

Áhrif skattabreytinga 2019 á ríkissjóð (m.kr.)

Tekjur

Útgjöld*

Viðbótarhækkun persónuafsláttar og minni hækkun þrepamarka einstaklinga

-1.700

Hækkun barnabóta og skerðingarmarka

1.800

Hækkun vaxtabóta og skerðingarmarka

400

Lækkun tryggingagjalds um 0,25%-stig

-4.000

Hækkun krónutölugjalda um 2,5%

1.600

Hækkun á útvarpsgjaldi og gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra um 2,5%

180

Hækkun kolefnisgjalds um 10%

550

Afnám afsláttar af vörugjaldi bílaleigubifreiða

1.250

Hækkun aukatekna

500

Samtals

-1.620

2.200

*Breyting milli ára

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum