Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2019 Forsætisráðuneytið

Skipulag jafnréttismála í forsætisráðuneytinu

Jafnréttismál heyra nú í fyrsta sinn undir forsætisráðuneytið með breytingum á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna sem öðlaðist gildi 1. janúar sl. og í samræmi við þingsályktun um breytingu á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Fimm starfsmenn velferðarráðuneytisins í jafnréttismálum, þar af þrír í tímabundnum stöðum, fluttust á nýja skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu við þessa breytingu 1. janúar sl. Þó að einungis séu tvær ótímabundnar stöður á sviði jafnréttismála sem færast yfir í forsætisráðuneytið mun bætast við ný staða skrifstofustjóra jafnréttismála. Auglýst var eftir umsóknum í þetta embætti og rann umsóknarfrestur út 5. janúar sl. Þrjátíu og fjórar umsóknir bárust en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Umsækjendur eru eftirfarandi:

Aldís Sveinsdóttir, grunnskólakennari.
Anna Hermannsdóttir, lögfræðingur.
Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri.
Benedikta Sörensen, fyrirlesari í ofbeldisforvörnum.
Benjamín Gíslason, verkefnastóri.
Berglind Rún Torfadóttir, verkefnastjóri.
Birna Gísladóttir, viðskiptafræðingur.
Brynjar Freyr Eggertsson, stjórnmálafræðingur.
Einar Finnsson, móttökustjóri.
Elísabet Kristjánsdóttir, stundakennari.
Filippa Engman, lögfræðingur.
Guðný Gústafsdóttir, kynjafræðingur.
Guðríður Hjördís Baldursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Gunnar Már Árnason, bókunarstjóri.
Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, lögfræðingur og þroskaþjálfi.
Herdís Sólborg Haraldsdóttir, sérfræðingur.
Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Jóhanna Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur.
Karólína Helga Símonardóttir, verkefnisstjóri.
Katrín Erla Sigurðardóttir, sérfræðingur.
Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður.
Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri.
Rannveig Gústafsdóttir, meistaranemi.
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri jafnréttismála.
Sandra Kristín Jónasdóttir, háskólanemi.
Sigfríður Gunnlaugsdóttir, fagstjóri alþjóðamála.
Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra kennslu og þjónustu.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra.
Sunna Björg Símonardóttir, stuðningsfulltrúi.
Urður Ásta Eiríksdóttir, háskólanemi.
Özur Lárusson, fyrrv. framkvæmdastjóri.

Framundan er stefnumótun á sviði jafnréttismála, sem að hluta til var þegar hafin í velferðarráðuneytinu, en fyrir liggur að ljúka þeirri stefnumótun sem fyrst á nýju ári og forgangsraða verkefnum og áherslum forsætisráðherra sem ráðherra jafnréttismála og ríkisstjórnarinnar í heild og þátttöku í viðburðum hér á landi og á alþjóðavettvangi. Er það í takti við pólitíska áherslu á jafnréttismál og aukið vægi þeirra.

Til að styrkja enn betur við stefnumótun á sviði jafnréttismála og vinnu á því sviði hefur Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og mun vera ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Halla hefur undanfarið veitt stýrihópi um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi forstöðu fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Hún mun nú koma að stefnumótun á sviði jafnréttismála almennt innan stjórnsýslunnar og vera ríkisstjórninni til ráðgjafar í málaflokknum.

Halla starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá breska Kvennalistanum (The Women’s Equality Party) þar sem hún leiddi stefnumótun samtakanna. Þá starfaði Halla á alþjóðlegri lögmannsstofu í Lundúnum, McAllister-Olivarius, sem sérhæfir sig í málum er lúta að kynferðislegu og kynbundnu áreitni á vinnustöðum, innan menntastofnana og á internetinu. Halla verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum