Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra heimsækja Landspítala

Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra heimsækja Landspítala - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, heimsóttu Landspítala-háskólasjúkrahús í morgun. Páll Matthíasson forstjóri og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku á móti ráðherrunum á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Ráðherrarnir fengu kynningu á starfsemi bráðamóttökunnar og neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í upphafi heimsóknar. Því næst tók Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, á móti gestunum á Hringbraut og fylgdi þeim á Hjartagátt og hjartaþræðingu. Ráðherrarnir sátu síðan stöðumatsfund sem eru daglegir fundir um stöðu spítalans, öryggisógnir, innlagnaþunga og önnur mál er varða daglegan rekstur. Litið var yfir framkvæmdasvæðið um uppbyggingu við Hringbraut í lok heimsóknar og fengu ráðherrarnir kynningu á stöðu verkefnisins og áhrifum yfirstandandi framkvæmda á starfsemi spítalans.


  • Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra  - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum