Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Mikill áhugi á vindorku – húsfyllir á málþingi

Mikil aðsókn var að málþinginu - mynd

Fullt var út úr dyrum á málþingi um vindorku sem verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar stóð fyrir í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins gær. Á málþinginu var fjallað um ólíkar hliðar vindorku og þau áhrif sem vindorkumannvirki hafa á umhverfi og náttúru.

Aðalgestur málþingsins var Graham Marchbank sem sagði frá reynslu Skota af skipulagi vindorkuvera. Þá var fjallað um vindorku og skipulagsmál, sýn sveitarfélaga á framtíðarskipulag vindorku hér á landi, fjallað var um umhverfisáhrif vindorkuvera, afstöðu orkufyrirtækja sem og viðhorf ferðamanna og heimamanna.

Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og var ljóst af aðsókn og umræðum að mikill áhugi er á málefnum vindorkuvera hér á landi.

Fundinum var streymt beint á netinu og er hægt að nálgast upptöku frá honum á vef rammaáætlunar.







Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum