Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, tók á móti forsætisráðherra ásamt öðru starfsfólki embættisins og fór yfir hluta af þeim krefjandi verkefnum sem starfsfólk lögreglunnar tekst á við á degi hverjum.

Forsætisráðherra fékk sérstaka kynningu á starfsemi kynferðisbrotadeildarinnar og aðgerðaáætlun stjórnvalda í málaflokknum. Þá var rætt um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum, starf fíkniefnadeildarinnar og rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Að lokum fékk forsætisráðherra kynningu á daglegum störfum lögreglumanna sem standa vaktina á götum úti. Þá var vakin athygli á mikilli fjölgun kvenna í lögreglustörfum á undanförnum árum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira