Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Níu sækja um embætti ráðuneytisstjóra

Heilbrigðisráðuneytið - myndHeilbrigðisráðuneytið

Níu umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út í gær. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar á umsækjendum.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri
  • Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
  • Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Kristlaug Helga Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
  • Lárus Bjarnason, sýslumaður
  • Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri

Hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda er skipuð samkvæmt lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og starfar í samræmi við reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Niðurstaða nefndarinnar skal vera ráðgefandi fyrir heilbrigðisráðherra við skipun í embættið. Í nefndinni eiga sæti Guðríður Þorsteinsdóttir, hrl., formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala og Sigurður Skúli Bergsson, tollstjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Jakobínudóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira