Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2019

Sendinefnd frá UNESCO á Íslandi

Dagana 10.-11. janúar sl. sótti sendinefnd á vegum UNESCO í París Ísland heim til að kynna sér samstarfsmöguleika á sviði þróunarsamvinnu. Pálína Björk Matthíasdóttir, sendiráðsritari, fylgdi sendinefndinni til Íslands. Kynntu fulltrúar UNESCO sér m.a. starf Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans, en skólarnir hafa um áratuga skeið verið mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslendinga. Hitti sendinefndin til að mynda nema Jafnréttisskólans sem nýkomnir eru til landsins til að hefja 5 mánaða nám í hagnýtum jafnréttisfræðum. 

Þá áttu fulltrúar Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) fundi með Hafrannsóknastofnun og fleiri tengdum aðilum á Íslandi. Auk þess funduðu fulltrúar UNESCO á sviði vísindasamstarfs í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Mikil ánægja var með ferðina og mátti merkja mikinn áhuga innan UNESCO á frekara samstarfi við Ísland.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum