Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla um heilsu flóttafólks og innflytjenda

Dr. Zsuzsanna Jakab á fundi smáríkjafundar WHO í Reykjavík í júní 2018 - myndHeilbrigðisráðuneytið

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kynnir næstkomandi mánudag nýja skýrslu um heilsu flóttafólks og innflytjenda í Evrópu. Þetta er fyrsta skýrsla stofnunarinnar um þetta málefni. Bein útsending verður frá kynningunni í gegnum streymi á Facebook.

 

Dr. Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO og Dr Santino Severoni samræmingarstjóri lýðheilsu og fólksflutninga munu kynna skýrsluna í Genf, mánudaginn 21. janúar, kl. 12.00 að íslenskum tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum