Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2019 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra funda um loftslagsmál í Helsinki

Kirsuberjatré - myndYadid Levy / Norden.org

Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra halda af stað til Helsinki í Finnlandi í dag á fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál sem fer fram í Helsinki á morgun.

Markmið fundarins er að fylgja eftir loftslagsfundinum (COP24) sem fram fór í Katowice í Póllandi í byrjun desember og ræða með hvaða hætti Norðurlöndin geti tekið höndum saman á sviði loftslagsmála.

Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliðafund með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, í fyrramálið og heimsækja Aalto-háskóla í Helsinki þar sem fjallað verður sérstaklega um nýsköpun. Einnig mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi Hybrid Centre of Excellence, evrópsks öndvegisseturs gegn fjölþátta ógnum, sem finnsk stjórnvöld höfðu frumkvæði um að setja á laggirnar árið 2016.

Umhverfis- og auðlindaráðherra situr fund norrænna umhverfisráðherra á morgun þar sem rætt verður um norrænt samstarf á sviði loftslagsmála. Hann mun auk þess eiga tvíhliðafund með Kimmo Tiilikainen, umhverfisráðherra Finnlands.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum