Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

132 stofnanir á vef um opna reikninga

Aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins hefur aukist til muna með vefnum opnirreikningar.is, sem hleypt var af stokkunum fyrir rúmu ári. Upphaflega voru á vefnum upplýsingar yfir greidda reikninga ráðuneyta en stofnanir í A-hluta ríkissjóðs hafa komið inn á vefinn í áföngum. Þeirri innleiðingu er lokið og hægt að nálgast greiðsluupplýsingar 132 stofnana á vefnum.

Birtir reikningar eru nú um 169.000 talsins en frá því í október 2018 hefur fjöldi þeirra tvöfaldast. Undanfarna mánuði hafa upplýsingar stórra stofnana, svo sem Landspítala, verið birtar á opnum reikningum. Gera má ráð fyrir að heildarumfang upplýsinga sem finna má á vefnum nemi árlega um 45 milljörðum króna.

Opnum reikningum var komið á fót í samræmi við stefnu stjórnvalda um bætt viðmót og aðgengi að stjórnsýslu. Þeim er ætlað að veita einfalda og skýra mynd af viðskiptum stofnana með því að birta yfirlit yfir greidda reikninga.  Markmiðið er að hægt sé að skoða greidda reikninga nálægt rauntíma, en vefurinn er uppfærður mánaðarlega. Hægt er að skoða viðskiptin út frá stofnunum, birgjum, tegund kostnaðar og tímasetningu.

Opnir reikningar 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira