Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Geðrækt og vellíðan í Vogaskóla

Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður Heimilis og skóla, Guðrún Gísladóttir kennari, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Jónína Ólöf Emilsdóttir skólastjóri Vogaskóla. - myndSamtökin Heimili og skóli

Vogaskóli í Reykjavík hlaut foreldraverðlaun samtakanna Heimili og skóli fyrir verkefnið „Láttu þér líða vel“. Guðrún Gísladóttir kennari við skólann fer fyrir verkefninu sem leggur sérstaka áherslu á andlega líðan og geðrækt. Allir nemendur og starfsfólk skólans taka þátt en í skólanum hefur m.a. verið boðið upp á jóga, slökun og núvitundarþjálfun. Markmiðið með verkefninu er að vinna gegn andlegri vanlíðan, s.s. kvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi með því að styrkja sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður Heimilis og skóla heimsóttu skólann á dögunum og fengu kynningu á verkefninu hjá Guðrúnu Gísladóttur og Jónínu Ólöfu Emilsdóttur skólastjóra.

„Verkefnið í Vogaskóla er sannarlega vel að þessum verðlaunum komið og það var ánægjulegt að kynnast skólastarfinu og þeirra áherslum betur. Vellíðan er mikilvæg forsenda árangurs í námi og bætt líðan hefur áhrif á allt skólastarf og skólabrag. Það er ánægjulegt að rannsóknir sýni að íslenskum grunnskólanemum líður almennt vel í skólanum eða um 90% þeirra en það er vitanlega viðvarandi verkefni allra sem að skólamálum koma að stuðla að vellíðan og velferð nemenda,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla eru veitt árlega en með þeim er vakin athygli á gróskumiklu starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.

  • Geðrækt og vellíðan í Vogaskóla - mynd úr myndasafni númer 1
  • Geðrækt og vellíðan í Vogaskóla - mynd úr myndasafni númer 2
  • Geðrækt og vellíðan í Vogaskóla - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta