Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Aukið við stefnu Íslands um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út viðauka við stefnuna „Saman gegn sóun“, sem er stefna Íslands um úrgangsforvarnir 2016-2027.

Í stefnunni er megináhersla lögð á níu flokka; matvæli, plast, textíl, raftæki, grænar byggingar og pappír. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði til lengri tíma með aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og að draga úr myndun úrgangs frá stóriðju.

Viðaukinn við stefnuna er settur til að unnt sé að meta þróun ráðstafana stefnunnar. Í honum  eru settir fram mælikvarðar og markmið fyrir plast, textíl, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og ál- og kísilmálmframleiðslu.

Saman gegn sóun - almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 – 2027 ásamt viðauka


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira