Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2019 Félagsmálaráðuneytið

Samningur við Neytendasamtökin um leigjendaaðstoð endurnýjaður

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna - mynd

Neytendasamtökin munu áfram sinna leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið sem undirritaður var í dag. Neytendasamtökin hafa veitt slíka þjónustu frá árinu 2011.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði samninginn ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna. Samningurinn gildir til næstu áramóta.

Þjónustan samkvæmt samningnum felur í sér að veita leigjendum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt sinn og skyldur samkvæmt húsaleigulögum og veita ráðgjöf þegar upp kemur ágreiningur vegna leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Þjónustan er leigjendum að kostnaðarlausu.

Leigjendaaðstoðin er með reglulega símatíma kl. 12:30-15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og á vef hennar eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira