Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Bjarkarhlíð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Forsætisráðherra hitti starfsfólk og fékk greinargóða kynningu á starfsemi Bjarkarhlíðar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Starfsemi Bjarkarhlíðar er mikilvæg viðbót við þau úrræði sem í boði er fyrir þolendur ofbeldis. Nú hefur Bjarkarhlíð verið opin í tvö ár og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel henni hefur verið tekið og reynsla þeirra sem hafa leitað til Bjarkahlíðar er góð. Þarna er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu lykilstofnana og samtaka í öruggu umhverfi þar sem konur og karlar á öllum aldri geta komið og fengið aðstoð og ráðgjöf, sér að kostnaðarlausu.“

Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira