Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2019 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið

Dómsmálaráðherra lagði fram skýrslu um Schengen-samstarfið á Alþingi í gær. Þar er fjallað um Schengen-samstarfið almennt, málaflokka þess og helstu verkefnin framundan.

Ísland hefur tekið fullan þátt í Schengen-samstarfi Evrópusambandsríkja frá árinu 2001 í samræmi við samning sem undirritaður var 1996. Á þessum árum hefur samstarfið aukist mjög með fjölgun samstarfsríkja og auknu umfangi. Ísland hefur aðkomu að mótun Schengen-gerða á vettvangi ráðherraráðs og aðildarríkja ESB og sækir dómsmálaráðherra reglulega þá fundi.

Schengen-samstarfið felst aðallega í tvennu, þ.e. afnám persónubundins eftirlits (landamæraeftirlits) á innri landamærum Schengen-ríkjanna sem tryggir frjálsa för og mótvægisaðgerðum til að tryggja öryggi borgaranna á svæðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira