Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Grænfánaskólar eflast og aukin áhersla lögð á fræðslu um loftslagsbreytingar

Ráðherrarnir tóku lagið með krökkunum - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hafa undirritað þriggja ára styrktarsamning vegna Skóla á grænni grein, eða Grænfánaverkefnisins svokallaða.

Skólar á grænni grein (e. Eco-Schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem miðar m.a. að því að efla sjálfbærnimenntun, umhverfisvitund og samfélagskennd, veita nemendum menntun og færni til þess að fást við umhverfismál og styðja við umhverfisstefnur skóla.

„Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir og þekking, menntun og valdefling eru mikilvæg atriði í því samhengi. Grænafánaverkefnið hefur sannað sig sem frábært verkefni í umhverfismennt og samningurinn sem nú hefur verið undirritaður skiptir miklu máli fyrir menntun til sjálfbærni á Íslandi og aukna þekkingu um loftslagsbreytingar,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra af þessu tilefni.

„Grænfánaverkefnið fyllir mann bjartsýni. Framtíðin er unga fólksins og þau hafa sannarlega áhuga, metnað og frjóar hugmyndir á sviði umhverfismála. Það er komin góð reynsla á verkefnið og þar er mikilvægum fræjum sáð, ekki aðeins fyrir skólasamfélagið heldur samfélagið í heild sinni. Það var virkilega ánægjulegt að fræðast um metnaðarfullt umhverfisstarf í Laugarnesskóla og ég hlakka til að fylgjast með þróun verkefnisins í fleiri skólum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Samningurinn var undirritaður í Laugarnesskóla í Reykjavík en skólinn hefur verið þátttakandi í verkefninu frá árinu 2009 og flaggar sínum fjórða grænfána. Nemendur í umhverfisnefnd tóku á móti ráðherrunum og sögðu þeim frá umhverfisstarfi skólans áður en samningurinn var undirritaður við morgunsöngstund á sal skólans. Í framhaldinu hófu nemendur upp raust og sungu m.a. umhverfislag Laugarnesskóla.

Þetta er í þriðja sinn sem langtímasamningur er gerður við Landvernd um Grænfánaverkefnið. Samningurinn tekur til ólíkra þátta í umhverfismennt nemenda í þátttökuskólum en að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á aukna þekkingu um loftslagsbreytingar og þátttöku nemenda og kennara í að leita lausna innan skólasamfélagsins í því að takast á við þær. Er þetta m.a. í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Landvernd hefur rekið Skóla á grænni grein hér á landi í 18 ár en þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga sjö skilgreind skref í umhverfismálum. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu og metnaðarfullu umhverfisstarfi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið Sþ: 7 Sjálfbær orka
Heimsmarkmið Sþ: 11 Sjálfbærar borgir og samfélög
Heimsmarkmið Sþ: 12 Ábyrg neysla
Heimsmarkmið Sþ: 13 Verndun jarðarinnar
Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira