Hoppa yfir valmynd
4. mars 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bindingarhlutfall vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris úr 20% í 0%

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sem Alþingi samþykkti nýverið taka gildi 5. mars. Vegna breytinganna áformar Seðlabankinn að setja nýjar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris og reglur um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Þar á meðal eru reglur sem fela í sér að lækkun bindingarhlutfalls frá eldri reglum fer úr 20% í 0% en gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi 6. mars nk.

Lækkun bindingarhlutfallsins markar kaflaskil í beitingu hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður sem var sett á í júní 2016.

Með framangreindum breytingum á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum er sérstakur aflandskrónumarkaður ekki lengur til staðar og þau fjármagnshöft sem innleidd voru í nóvember 2008 hafa nú nánast að öllu leyti verið losuð.

 

Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira