Hoppa yfir valmynd
12. mars 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipuleggur ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hinn 1. apríl nk. ATH: Fullt er á ráðstefnuna og því ekki lengur hægt að skrá sig. 

Hér verður streymt frá ráðstefnunni, dagskráin verður einnig túlkuð á táknmáli.
Ef þú hefur ábendingar sem þig langar að koma á framfæri eða spurningar fyrir pallborðið getur þú sent slíkt gegnum vefviðmót www.sli.do, kóðinn er #5048.

 

Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins
Velkomin á ráðstefnu í Silfurbergi Hörpu, 1. apríl kl. 15:30

 

Ávarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum.
Kristján Jóhann Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Hann varð snemma illa læs.“ 
Hilmar Hilmarsson, stjórnarmaður í Íslenskri málnefnd og fyrrverandi grunnskólastjóri og Sigrún Birna Björnsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara og sérfræðingur hjá Kennarasambandi Íslands.

Skilningur og þekking á tungumálum og málfræði.
Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, og Sigurður Konráðsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Hverju barni og unglingi hæfir einhver frásögn.
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, og Jón Yngvi Jóhannsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Það drap alveg minn yndislestur að vera í skóla.“ 
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.

„Leiðindamál. Sem við þurfum að ræða aðeins betur.“
Bragi Valdimar Skúlason, íslenskufræðingur, lætur ýmislegt í ljós.

Mælingar á málþroska leikskólabarna.
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við Heilbrigðis- og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Fundarstjóri verður Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands

Að erindum loknum verða pallborðsumræður undir stjórn Braga Valdimars Skúlasonar.
Ráðstefnunni lýkur með móttöku.

 

Ráðstefnan er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðum er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt var af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstöður sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ýmislegt sem betur má fara.

Við hvetjum skólafólk og alla velunnara íslenskunnar til þátttöku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum