Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipuleggur ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hinn 1. apríl nk. Skráðu þig til þátttöku hér fyrir 28. mars nk. 

Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins
Velkomin á ráðstefnu í Silfurbergi Hörpu, 1. apríl kl. 15:30

 

Ávarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum.
Kristján Jóhann Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Hann varð snemma illa læs.“ 
Hilmar Hilmarsson, stjórnarmaður í Íslenskri málnefnd og fyrrverandi grunnskólastjóri og Sigrún Birna Björnsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara og sérfræðingur hjá Kennarasambandi Íslands.

Skilningur og þekking á tungumálum og málfræði.
Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, og Sigurður Konráðsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Hverju barni og unglingi hæfir einhver frásögn.
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, og Jón Yngvi Jóhannsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Það drap alveg minn yndislestur að vera í skóla.“ 
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.

„Leiðindamál. Sem við þurfum að ræða aðeins betur.“
Bragi Valdimar Skúlason, íslenskufræðingur, lætur ýmislegt í ljós.

Mælingar á málþroska leikskólabarna.
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við Heilbrigðis- og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Fundarstjóri verður Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands

Að erindum loknum verða pallborðsumræður undir stjórn Braga Valdimars Skúlasonar.
Ráðstefnunni lýkur með móttöku.

 

Ráðstefnan er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðum er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt var af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstöður sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ýmislegt sem betur má fara.

Við hvetjum skólafólk og alla velunnara íslenskunnar til þátttöku.

Skráðu þig til þátttöku hér fyrir 28. mars nk. 

 

Hér verður streymt frá ráðstefnunni: 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira