Hoppa yfir valmynd
14. mars 2019 Félagsmálaráðuneytið

Námskeið um menningarnæmi og -færni

Námskeið um menningarnæmi og -færni fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga verður haldið dagana 25. til 28. mars í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði. Námskeiðinu verður einnig streymt frá Háskólanum á Akureyri.

Námskeiðið er ætlað fólki í framlínu þjónustustofnana og sérfræðingum í nærþjónustu svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum og lögregluþjónum.

Færustu sérfræðingar Evrópu munu leiðbeina á námskeiðinu en það er samvinnuverkefni félagsmálaráðuneytisins, Evrópuráðs/Intercultural cities og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið fer fram á ensku.

Leiðbeinendur eru: Phil Wood, Nicoletta Manzini, Helena Rojas, Monica Diniz og Irena Guidikova.

Skráning er ókeypis og er öllum er velkomið að skrá sig á meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.

 

Námskeiðið fer fram eftirtalda daga:

Reykjavík

  • 25. mars kl. 8:30- 17:30 á Grand hótel í Reykjavík – fyrri hluti
  • 26. mars kl. 9:00 – 13:00 á Grand hótel í Reykjavík – seinni hluti

Akureyri

  • 27. mars kl. 8:30- 18:00 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri (streymi)

Reyðarfirði

  • 28. mars kl. 9:30- 17:30 hjá Austurbrú, Búðareyri 1, Reyðarfjörður

 

Nánari dagskrá

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira